Lemvig Biogas – Endurnýjanleg orka og góður efnahagur
Frá 1992 hefur Lemvig Biogas verið stærsta lífgasstöð í Danmörku. Fljótandi húsdýraáburður frá u.þ.b. 75 bóndabæjum ásamt úrgangs- og afgangsefnum frá iðnaðarvörum eru notaðar til að framleiða hita og orku. Þetta leiðir til góðs atvinnulífs bæði fyrir stöðina og heimilin sem fá hitann. Þar að auki eru viðbótarfríðindi eins og niðurrif mengunarvalds og minnkun útstreymis gróðurhúsalofttegunda.
Meira en 21 milljón kWh raforka er framleidd á ári úr lífgasinu. Þetta rafmagn er selt inn í dreifikerfi staðarins. Afgangshitinn frá kælikerfi gashreyfilsins fer yfir 18 milljón kWh á ári. Þessum hita er dreift á notendur Lemvig varmaorkuversins. Fjöldi notenda er fleiri en 1000 heimili. Lífgasstöðin hefur fengið aðföng frá fyrirtækinu BWSC á alverk grundvelli.
Dæmigerður úrgangur sem er tekið á móti er
- Fiskúrgangur
- Flokkað lífrænt húsasorp
- Sláturhússúrgangur
- Fóðurúrgangur/leifar
- Gosdrykkir, bjór, alkóhól
- Lyfjaúrgangsefni
- Bakteríufræðilega eða efnafræðilega menguð matvæli
- Öll lífræn efni sem innihalda fitu, prótein eða sykur
Lemvig Biogas getur tekið á móti sendingum af lífrænum úrgangi í sendingum sem er frá 200 til 10.000 tonn í hvert sinn, annað hvort við Lemvighöfn (hámarks djúprista 4 m) eða Thyborønhöfn (hám. djúprista 8,5 m). |
Þú ert velkomin(n) til að hafa samband við Lemvig Biogas á lemvigbiogas@lemvigbiogas.dk ef þú hefur einhvern úrgang sem hægt er að senda Lemvig Biogas.
Heimsækið Lemvig Biogas
Skoðunarferð tekur vanalega um 1½ klukkustund og er hægt að panta ferðir, einnig um helgar. Ferðirnar eru ókeypis, en okkur þætti gott ef þú/fyrirtæki þitt eða félag getið birt tengil við Lemvig Biogas á vefsíðunni þinni/ykkar. HTML kóðinn sem er notaður er:
<a href="http://www.lemvigbiogas.com/GB.htm" target="_blank">Lemvig Biogas - Renewable Energy and a Sound Economy</a>
Vinsamlegast hafið samband við ferðaskrifstofu Lemvig til að bóka ferðir með tölvupósti turist@visitlemvig.dk eða í síma +45 9782 0077.
ferðaskrifstofa Lemvig getur svarað fyrirspurnum á ensku, þýsku, spænsku eða frönsku.
|
Þetta er eini textinn á íslensku. Frekari upplýsingar eru aðeins fáanlegar á dönsku vefsíðunum. (reynið Google þýðingu)
Fyrir áhugasama lesendur mælum við mikið með eftirfarandi lestri efna um lífgasferill:
Lífgas – Græn ferlisorka, Hönnun, Orkugjafi, Umhverfi Skrifað af Peter Jacob Jørgensen, PlanEnergi, á ensku. 2.2 MB pdf
Biogas Handbook, Teodorita Al Seadi, Dominik Rutz, Heinz Prassl, Michael Köttner, Tobias Finsterwalder, Silke Volk, Rainer Janssen, á ensku, 5 MB pdf
Lemvig biogas Vegakort (gulu síðurnar) |